Í dag opnaði ný og endurbætt heimasíða TARAMAR fyrir íslenska viðskiptavini fyrirtækisins. Sérstakur opnunar afsláttur 20% verður í boði fram að miðnætti 9. september. Í vefversluninni er hægt að nota afsláttarkóðann „Opnun2017“ í körfunni og virkjast þá afslátturinn. Hver viðskiptavinur getur aðeins virkjað þennan afslátt einu sinni.

Allar vörurnar frá TARAMAR eru afburða hreinar (fersk vara) og byggja á nýrri framleiðslutækni sem gerir kleift að sleppa öllum efnum sem geta haft neikvæð áhrif á húð og innra umhverfi líkamans, s.s. hefðbunin rotvarnarefni, plastmýkingarefni, hormónahermandi efni eða önnur manngerð efni sem geta valdið ertingu eða takmarkað öndun húðarinnar. Allar vörur TARAMAR eru unnar frá grunni úr vottuðum náttúrulegum efnum. Lífvirku efnin eru unnin úr jurtum og þörungum úr íslensku hreinu umhverfi og í þeim tilfellum þar sem ákveðnar jurtir eru sérræktaðar er það gert á lífrænt vottuðum búum. Allt er þetta gert eftir hugmyndafræði Slow cosmetics. Þannig er það 6 mánaða ferli að draga lífvirku efnin úr íslensku jurtunum.

Lífvirku efnin í TARAMAR kremunum nota náttúrlegar ferjur til þess að bera lífvirku efnin yfir frumuhimnurnar þannig að þau geti tekið þátt í ferlum sem eiga sér stað í húðfrumunum. Ferjurnar sem nefnast lípósóm eru gerðar úr sama efni og finnast í himnum allra lifandi fruma, þ.e. fosfólípíðum.

Þetta eru einstök krem á heimsvísu, algerlega náttúruleg og mjög virk.