Dagkremið er fyrsta kremið sem ég þróaði í tengslum við þessa hugsun. Það tók 3 ár að ná þeim gæðum og virkni sem ég var ánægð með. Lengstur tími fór í að ná stöðugleika í formúlunni án þess að nota manngerð efni sem tryggja stöðugleika og verja gegn örverum. Þannig var ljóst frá upphafi að ég vildi ekki nota marnngerð sleipiefni, siliconefni, teflonefni, fjölliður s.s carbomers, eiginleg rotvarnarefni eða nokkur efni sem gætu haft neikvæð áhrif fyrir menn eða umhverfi.
Samhliða þessari vinnu þá upplifði ég að það væri algjört skilyrði að formúlan væri í jafnvægi. Ég upplifði mjög sterkt að húðvörur eru alment ekki í jafnvægi. Þær eru oft á tíðum settar saman úr miklum fjölda af efnum sem vinna ekki endilega vel saman. Þetta varð til þessa að ég fór að skoða náttúrulega tíðni efna og hvernig þau höfðu áhrif á hvort annað.
Þessi þróunarvinna var ákaflega ánægjuleg en líka erfið. Ég skammast mín ekki fyrir að segja að stundum var ég gráti nær, t.d. þegar ég var búin að undirbúa formúlu með mikilli hugsun og setja hana saman eingöngu til þess að komast að því eftir 12 tíma keyrslu að það aðskildist, hnökraði eða lyktaði illa
En á þessu tíma lærði ég mikið og komast að ótrúlegum hlutum tengdum náttúrulegu efnunum sem gerir alla vinnu við nýjar formúlur svo mikið auðveldari.
Gleðin var mikil þegar lokaútgáfa af dagkreminu leit dagsins ljós. Ég man ennþá eftir að halda á kreminu í fallegri glerflösku og ég vissi að ég hafði náð því ómögulega; 100% jafnvægi. Ég fann hvernig formúlan ósaði frá sér jafnvægi og ég gat ímyndað mér að hún hefði strax jafnandi áhrif inn í orkuhjúpinn minn, ef svo má að orði komast.
Þið upplifið þetta kannski líka ef þið haldið á dagkreminu í rólegheitum og leyfið andlegu fálmurunum að þreifa á því 🙂