VILDARKLÚBBUR TARAMAR

Aðilar að vildarklúbbi Taramar safna vildarpunktum af öllum viðskiptum sínum í vefversluninni á taramar.is. Punktarnir reiknast hlutfallslega af því sem greitt er fyrir vöruna hverju sinni. Hægt er að safna punktum til þess að nota síðar, eða nota þá jafnóðum, að eigin vali. Þannig er hægt að greiða fyrir vörur að hluta til með vildarpunktum á móti öðrum greiðsluaðferðum.

 

Félögum í vildarklúbbnum verður einnig boðið upp á ýmis sértilboð og fræðslu sem stendur ekki öðrum til boða.
Hver og einn vildarpunktur jafngildir einni íslenskri krónu á hverjum tíma.

Flokkarnir í Vildarklúbbnum eru 5.

 

 • Þegar þú gengur í klúbbinn færð þú 3.000 vildarpunkta inneign á viðskiptareikninginn þinn. Þessa punkta getur þú notað þegar þér hentar. Að auki safnar þú, strax frá skráningu, 4% til 8% inneign í punktum af veltu þinni í vefverslun okkar.*
 • Þegar þú hefur náð því marki að heildarvelta þín er komin yfir 25.000 krónur innan síðustu 12 mánaða, verður þú sjálfkrafa Bronsaðili og færð 15% aðildarafslátt af framleiðsluvörum Taramar, auk 4% til 8% inneign í punktum af veltu þinni í vefverslun okkar.*
 • Þegar þú hefur náð því marki að heildarvelta þín er komin yfir 50.000 krónur innan síðustu 12 mánaða, verður þú sjálfkrafa Silfuraðili og færð 25% aðildarafslátt af framleiðsluvörum Taramar,auk 4% til 8% inneign í punktum af veltu þinni í vefverslun okkar.*
 • Þegar þú hefur náð því marki að heildarvelta þín er komin yfir 150.000 krónur innan síðustu 12 mánaða, verður þú sjálfkrafa Gullaðili og færð 40% aðildarafslátt af framleiðsluvörum Taramar,auk 4% til 8% inneign í punktum af veltu þinni í vefverslun okkar.*
 • Hluthafar í Taramar ehf. eru Platínuaðilar og fá sömu kjör og Gullaðilar, alveg án tillits til veltu, þ.e. 40% aðildarafslátt af framleiðsluvörum Taramar,auk 4% til 8% inneign í punktum af veltu þinni í vefverslun okkar.*

   

  Aðildarafsláttur reiknast ekki ofan á þau sértilboð sem sett eru fram á vefnum.

   

  *Ef notaðir eru sérstakir afsláttarkóðar við kaup eru vildarpunktar hluti af þeim afslætti sem í boði er, og færast því ekki inn á viðskiptareikning viðkomandi.