Tilboð

Treatment 101

Original price was: 35.200 kr..Current price is: 24.990 kr.. m/vsk

Þessi einstaka meðferð byggir á þremur TARAMAR vörum, dagkrem, serum og hreinsiolíu. Rannsóknir hafa sýnt að þessar vörur hafa mikil og góð áhrif á húðina. Þær innihalda lífvirk efni sem geta komið af stað heilbrigðum efnaskiptum í húðfrumum, endurmótað kollagen trefjar, byggt upp raka og stoppað rakatap, gert húðina þéttari,  teygjanlegri og fallegri á litinn. Ef grant er fylgst með þá má jafnvel sjá breytingar á fyrstu viku og mælingar okkar sýna að í mörgum tilfellum eiga sér stað mjög miklar breytingar strax á fyrstu 10 dögunum.  Með vörunum fylgja leiðbeiningar og aðangur að niðurstöðum úr mælingum.

Vörunúmer: 1044 Flokkar: ,

Lýsing

Þegar við eldumst minnkar framleiðsla á fitu, trefjum og öðrum stoðefnum í húðinni. Þetta á sérstaklega við um kollagen (sem þéttir og styrkir húða), elastín (sem er nauðsynlegt fyrir teygjanleika húðarinnar) og glýkósamínóglýkön (sem halda húðinni rakri). Þannig dregur meira og meira úr framleiðslu próteina sem stjórna myndun kollagens og elastín trefjanna. Húðin verður þynnri og ekki eins teygjanleg og kollagenþræðirnir missa styrk og verða ójafnir og kræklóttir. Línur og hrukkur myndast í yfirborðslaginu.

Miklar framfarir hafa átt sér stað í rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum sem í raun geta endurbyggt húðina og hægt á öldrunarferlinu. TARAMAR nýtir sér þessa tækni og hefur einnig þróað nýjar leiðir til að framleiða snjöll lífvirk efni úr íslenska jurtaríkinu. Til viðbótar þá notar TARAMAR náttúruleg efni eins og peptíð, ensím og hýalúronsýru sem hafa hraða og mikla getu til að bæta húð. Útkoman eru einstakar formúlur sem byggja upp húðina án notkunar slæmra efna eða neikvæðra aukaverkana.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Treatment 101”