TREATMENT 101

MINNI HRUKKUR

Þegar við eldumst minnkar framleiðsla á fitu, trefjum og öðrum stoðefnum í húðinni. Þetta á sérstaklega við um kollagen (sem þéttir og styrkir húða), elastín (sem er nauðsynlegt fyrir teygjanleika húðarinnar) og glýkósamínóglýkön (sem halda húðinni rakri). Þannig dregur meira og meira úr framleiðslu próteina sem stjórna myndun kollagens og elastín trefjanna. Húðin verður þynnri og ekki eins teygjanleg og kollagenþræðirnir missa styrk og verða ójafnir og kræklóttir. Línur og hrukkur myndast í yfirborðslaginu.

Margir þættir hafa áhrif á öldrunarferlið, s.s. of mikið sólarljós, mengun í umhverfi, mygla, lélegt mataræði, stress, ójafnvægi og notkun efnahlaðinna húð- og snyrtivara sem hafa neikvæð áhrif á húð og líkama.

Miklar framfarir hafa átt sér stað í rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum sem í raun geta endurbyggt húðina og hægt á öldrunarferlinu. TARAMAR nýtir sér þessa tækni og hefur einnig þróað nýjar leiðir til að framleiða snjöll lífvirk efni úr íslenska jurtaríkinu. Til viðbótar þá notar TARAMAR náttúruleg efni eins og peptíð, ensím og hýalúronsýru sem hafa hraða og mikla getu til að bæta húð. Útkoman eru einstakar formúlur sem byggja upp húðina án notkunar slæmra efna eða neikvæðra aukaverkana.

Breytingarnar sem verða á húðinni eru í raun stórkostlegar og fyrstu áhrifin koma í ljós strax á fyrstu dögum. Húðin verður jafnari og teygjanlegri. Hrukkur, ójöfnur og fínar línur minnka svo sjá má með berum augum.

SKREF 1: Purifying Treatment

Nuddaðu Purifying Treatment hreinsiolíuna létt inn í húðina með hringlaga hreyfingum. Þú munt finna hvernig blandan þykknar aðeins þegar hún samlagast húðinni. Ef þú ert að fjarlægja farða skaltu setja örfáa dropa af vatni á húðina eftir að þú ert búinn að

nudda olíunni á hana. Nuddaðu þar til allur farði og óhreinindi losna af húðinni.Þvoðu olíuna síðan af með þvottapoka og volgu vatni og finndu hvað húðin er mjúk og endurnærð. Olíuna má nota bæði á morgnana og kvöldin. Ef húðin er mjög þurr, þá má bera olíuna á aftur og láta hana sitja á húðinni yfir nótt.

SKREF 2: The Serum

Berðu þunnt lag af seruminu á allt andlitið með áherslu á þau svæði þar sem fínar línur, hrukkur eða þurrkublettir eru að myndast. Gott er að bera serumið á tvisvar á dag fyrstu 7-10 dagana en eftir það er nóg nægir að nota það einu sinni á dag.

Serumið er mjög sérstök húðvara með mikla virkni sem nýtist við að endurbyggja húðina. Serumið inniheldur úrdrætti úr þangi sem styðja við kollagen framleiðslu húðarinnar auk peptíðs sem styrkir og réttir úr kollagen þráðunum þannig að trefjarnar í húðinni verða jafnar og beinar.

Serumið inniheldur einnig úrdrætti úr fjólu og hýalúrónsýru sem auka raka, styrkja frumuhimnur og efla vörn húðarinnar. Fjólan er mjög sérstök og einstaklega góð fyrir húð. Lífvirku efnin í fjólunni eru með þeim bestu úr jurtaríkinu til að auka og passa upp á rakann í húðinni. Þessir eignileikar fjólunnar vinna vel með hyalúrónsýrunni og halda húðinni rakri og teyganlegri til langs tíma. Með daglegri notkun má sjá miklar breytingar í átt að heilbrigðari og unglegri húð.

SKREF 3: Day Treatment

Berðu Day Treatment á allt andlitið. Í upphafi gætir þú þurft meira magn en síðar þegar húðin hefur náð jafnvægi þá þarf minna af kremi.

Dagkremið er í raun byltingarkennd vara sem byggir á mikilli nýsköpun sem á sér engan líka. Kremið er samsett úr lífvirkum efnum úr lækningajurtum og ensímum sem virkja bruna og efla efnaskipti húðfrumanna. Þessi náttúrulegu efni eru inngreipt í náttúrulegar ferjur sem flytja efnin djúpt inn í húðina. Á nokkrum vikum má sjá undraverðar breytingar á húðinni þar sem hún verður rakameiri, teygjanlegri, fallegri á litinn og þéttari.

Dagkremið inniheldur öflug lífvirk efni úr gulrótum og morgunfrúm. Þessi efni eru ákaflega góð fyrir húðina, draga úr þrota, stoppa oxun og gera húðina sterkari og mýkri.