FÖRUM Í GEGNUM SUMARIÐ ÁN ÞESS AÐ SKAÐA HÚÐ EÐA LÍKAMA

TARASÓL og Healing Treatment á tilboði á taramar.is

TARAMAR hefur þróað vörur, TARASÓL og Healing Treatment, til að verja húðina og vernda hana fyrir skaða vegna geislunar frá sólarljósi yfir sumartímabilið. Eins og aðrar vörur frá TARAMAR þá innihalda þessar vörur engin skaðleg efni, s.s. oxybendazole eða önnur af þeim fjölmörgu sólarverjandi efnum sem notuð eru í sólarvarnir þó svo að sýnt hafi verið fram á að þau geti haft skaðleg áhrif á hormóna kerfi líkamans.

Finna má hvernig TARASÓL kælir og ver húðina um leið og  hún tekur á sig fallegan gullin blæ. 

TARASÓL er olíublanda sem ver húðina gegn sólarljósi. Hún byggir á sólarverjandi eiginleikum sölva (Palmaria),  Karanja olíunnar,  og andoxandi eiginleikum morgunfrúa. 

TARASÓL er tilraunavara og hefur ekki verið vottuð sem sólarvörn. Mælingar á henni sýna að hún dregur í sig bæði UVA og UVB geisla sólarinnar.  Mælingar hjá Eurofin (óháð rannsóknastofa) sýndu að „sun protection factor“ er a bilinu 25-30SPF (sun protection factor).

TARASÓL inniheldur engin af þeim efnum sem eru bönnuð á baðströndum erlendis vegna hættu á mengun og slæmum afleiðingum fyrir lífríkið (sjá nánar hér)

Íslensku sölin innihalda efni sem vernda húðina gegn sólargeislun. Vísindateymi TARAMAR hefur stundað rannsóknir á þessum efnum og leiðum til að verja þau gegn niðurbroti í húðvöruformúlum þannig að eiginleikar þeirra nýtist þeim sem þær nota.  Þessar rannsóknir hafa verið styrktar af RANNÍS, Háskóla Íslands og Evrópusambandinu. Þróuninni er ekki lokið en fyrstu niðurstöður voru nýttar til að setja saman fyrstu TARASÓL formúluna.

 

Healing Treatment – AFTER SUN – er mjög öflugt krem sem græðir brunna og erta húð

Healing Treatment er þróað til auka við framboð á græðandi húðvörum, en þær eru oft í formi smyrsla sem getur verið sárt að bera á brunna húð. Healing Treatment er einstaklega mjúkt krem sem auðvelt er að bera á skaddaða húð og finna má strax hvernig húðin kólnar og róðast um leið og brunatilfinning og kláði minnka.

Ef húð er mjög illa brunnin, þá er best að bera kremið á húðina þannig að sjá má þunnt lag af kremið ofan á brunanum (setja nýtt krem um leið og fyrri lögn hverfur inn í húðina). Þannig er gott að bera kremið á á 15-30 mínúnta fresti fyrstu 2-3 tímana, uns húðin er orðin rólegri og verstu einkenni brunans eru orðin minni.

Rannsóknir sýna að jurtirnar sem eru uppistaðan í þessu kremi hafa getu til að græða og laga DNA mólikúlin þegar þau hafa orðið fyrir skaða af sólarjósi.

Þar sem þetta krem hefur mikinn græðimátt, þá er gott að bera það á húðina eftir öll  sólböð, þó svo að húðin sé ekki brunnin. Þannig vinnur kremið á móti öldrun húðarinnar og aðstoðar hana við að ná aftur jafnvægi eftir árreiti sólarinnar.

 

 

Karanja olían dregur í sig UV geisla frá sólinni. Þessi olía er pressuð úr fræum pongamia trésins og býr yfir þeim sérstöku eiginleiku að draga í sig hluta af UV geislum sólar, einmitt þeim sem eru okkur svo hættulegir. Olían hefur marga aðra frábæra eiginleika, s.s. ad draga úr vexti örvera, bólgum, oxun ásamt því að vera góð fyrir hársvörðinn.