Tvenna – DuoBox – Augnkrem/The Serum

23.900 kr. m/vsk

Þú notar Serumið undir og setur svo Eye Treatment yfir. Þetta er kröftug samsetning sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á augnsvæðinu. En það er ekki allt, Eye Treatment hefur verulega jákvæð áhrif á alla húð sem er að síga og slappast Því gagnast það með Seruminu einnig vel á hálsinn.

Ekki til á lager

Villt þú afslátt? Komdu í vildarklúbbinn!
Vörunúmer: 1104 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

Nú bjóðum saman í þessari glæsilegu gjafaöskju Eye Treatment og The Serum. Þetta er úrvals samsetning fyrir augnsvæðið.

Þú notar Serumið undir og setur svo Eye Treatment yfir. Þetta er kröftug samsetning sem mun hafa verulega jákvæð áhrif á augnsvæðinu. En það er ekki allt, Eye Treatment hefur verulega jákvæð áhrif á alla húð sem er að síga og slappast Því gagnast það með Seruminu einnig vel á hálsinn.

TARAMAR The Serum dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist. Serumið byggir á virkni og andoxunareiginleikum þörunga í  ekstraktinu Arctic complex™ sem er einstakt við TARAMAR vörurnar. Einnig má finna í Seruminu rakagefandi hyaluronic sýru og peptíð sem styrkja collagen þræði húðarinnar.

TARAMAR THE EYE TREATMENT er byltingarkennt augnkrem þróað af Guðrúnu Marteinsdóttir prófessor, kremið er mjög lífvirkt. THE EYE TREATMENT hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum. Sumir upplifa að augnaloksfellingarnar ganga saman og færst til baka frá augunum. THE EYE TRETMENT inniheldur einnig náttúruleg efni sem draga úr vökvasöfnun (pokum undir augum), og minnka fínar línur í kringum augun. Augnkremið styrkir einnig kollagen þræði húðarinnar. 

Augnkremið er átakskrem, best er að nota það einu sinni á dag fyrstu 2 vikurnar en síðan ætti að nota það annan hvern dag. Einnig hentar vel að nota það daglega virka daga vikunar og hvíla svo um helgar.  Serumið ætti að nota daglega.

Allar vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að 20 ára vísindastarf og rannsóknir liggja að baki þessari einstöku vöru. Kremin innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði, Suðurlandi og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Innkaupakarfan þín
Það eru engar vörur í körfunni þinni!
Halda áfram að versla
0