Lýsing
TARAMAR Ensím húðhreinsirinn fjarlægir óhreinindi og dauðar frumur, gefur húðinni heilbrigðan ljóma og slétta og mjúka áferð. Regluleg notkun með húðhreinsinum getur dregið úr bólum og ertingu, hreinsað úrgang úr holum og ójöfnum, stuðlað að aukningu í kollagen, aukið raka í húðinni, gert hana jafnari og fallegri á litinn.
TARAMAR Ensím húðhreinsirinn á sér langan aðdraganda en við skiljum mikilvægi þess að hreinsa húðina og losa í burtu dauðar húðfrumur svo nýjar frumur nái að mynda þekju og um leið örvum við vöxt fruma í dýpri lögum húðarinnar. Það sem hefur verið vandamálið er að setja saman rétta formúlu sem framkvæmir þetta verk en skaðar ekki húðin á neinn hátt.
Á meðan á þróuninni stóð þá afskrifuðum við allar leiðir sem nota hörð korn eða sterkar sýrur. Húðin okkar er allt of mikilvæg og viðkvæm til að við leggjum það á hana. Ekki bara getur hún rispast og opnast, heldur þá eiga sumar kornastærðir til að setja í svitaholurnar og koma af stað ertingu eða þrota. Í verstu tilfellum þá geta kornin orsakað örsmá sár sem koma af stað bólgum
Það sem hefur komið best út er blanda af ensímum úr papaya ávextinum, mildum sýrum (úr möndlum og mjólk), íslenskum jurtum (“dregið hægt út í langan tíma með NoTox aðferðinni”) og lúxus lífrænum apríkósukjarna olíum, B-vítamíni og útdrátt úr sjávarsvifi sem eykur raka, nærir og mýkir húðina.
Við erum mjög ánægð með þessa fyrstu útkomu og hlökkum til í að heyra hvernig ykkur list á.
NOTKUN: Best er að bera húðhreinsinn á húðina á kvöldin. Berðu hann á hvort sem andlitið (en forðast augnsvæðið) eða aðra húðfleti á líkamanum þar sem húðin er þurr, sendin eða hörð. Láttið húðhreinsinn liggja á húðinni í 20-30 mínútur og skola hann svo af með volgu vatni. Það er óhætt að leyfa honum að liggja á lengur ef verið að mýkja upp mjög harða bletti. Til að hjálpa húðinni en betur við að endurnýja sig yfir nóttina þá er gott að nota Night Treatment eða ef húðin er mjög þurr, þá er gott að nota Hydration Treatment eða Purifying Treatment og leyfa blöndunni að liggja á yfir nóttina.
Húðhreinsinn má nota 1-3 í viku til að byrja með og síðar 1-2.