Tilboð

Augnkrem, Serum & Andlitsúði (Afrit)

Fullkomin þrenna fyrir augnsvæðið og allt andlitið. Augnkremið lyftir augnumgerðinni, minnkar húðfellingar og dregur úr baugum og pokum. Serumið vinnur með kollagen þræðina, styrkir þá og réttir úr þeim svo fínar línur og hrukkur verða minna áberandi.  Andlitsúðinn dregur úr oxun og stoppar áhrif sindurefna, framkallar ljóma og eykur rakann í húðinni.

Best er að bera serumið fyrst á augnsvæðið á morgnanna og augkremið svo ofan á serumið.  Fyrstu 7-10 dagana þá er einnig sniðugt að bera serumið aftur á að kvöldi til. Andlitsúðann má nota allan daginn og best er að úða honum á andlitið ekki síst seinni part dags þegar húðin er þreytt. TARAMAR unnendur hafa einnig sagt okkur að andlitsúðinn virki vel á þurrkubletti  hvar sem er á líkamanum.

TARAMAR augnkrem 15ml

THE EYE TREATMENT er byltingarkennt augnkrem sem er mjög lífvirkt. THE EYE TREATMENT hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum.  THE EYE TRETMENT inniheldur einnig náttúruleg efni sem draga úr vökvasöfnun (pokum undir augum), og minnka fínar línur í kringum augun. Augnkremið styrkir einnig kollagen þræði húðarinnar.

TARAMAR Serum 15ml.

Dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist.

Serumið byggir á andoxunareiginleikum þörunga (marinkjarni og maríusvunta), rakagefandi hyaluronic sýru og peptíði sem styrkir collagenþræði húðarinnar. Glasið er 15 ml.

TARAMAR Andlitsúði

Þessi andlitsúði byggir á lífvirkni rósarinnar en hún hefur ákaflega góð áhrif á húð og er þekkt fyrir að róa húðina, auka raka og þéttni.  Auk hennar settum við útdrátt úr íslensku birki, en það er þekkt fyrir að lyfta, þétta og lýsa húðina. Einnig er sagt að það geti aukið kollagenframleiðslu í húðinni. Að lokum þá settum við einnig útdrátt af íslenskri lindarfuru, Inkagulli og baunum sem innihalda mikið af B-vítamínum og hafa eiginleika til að fá húðina til að ljóma og stuðla að jafnari hörundslit með því að draga úr mislitun á húðinni og gera dökka bletti ljósari.

Á lager

Þessi vara er eingöngu fyrir meðlimi.
Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar
Vörunúmer: PAKKI201-1 Flokkar: ,

Frekari upplýsingar

TARAMAR augnkrem 15ml

Umbúðir:

Án pappaöskju

TARAMAR Serum 15ml.

Pakkningar:

Án pappaöskju

Frekari upplýsingar

TARAMAR augnkrem 15ml

Umbúðir:

Án pappaöskju

TARAMAR Serum 15ml.

Pakkningar:

Án pappaöskju