Lýsing
Næturkremið hefur mjög sérstaka eiginleika sem þétta og styrkja húðina. Í því eru peptíð sem endurtengja efri og neðri lög húðarinnar þannig að hún verður þykkari og sterkari. Einnig eru efni úr sjávarsvifi sem halda í raka og draga úr áhrifum kulda á lifandi frumur. Þessi efni finnast í lífverum á heimskautasvæðunum og virka eins og frostlögur sem ver plöntusvifið gegn frostskaða.
Arctic Flower Serumið er sú TARAMAR vara sem hefur mesta getu til að koma á jafnvægi í húðinni. Þessi vara nýtist mjög vel þeim sem eru með blandaða húð. Arctic Flower inniheldur mjög öflug andoxunarefni úr íslenskum jurtum (rauðum smára, maríustakk og fjólu). Fjólan er sérstaklega öflug í að byggja upp raka í húðfrumum og auk þess inniheldur Arctic Flower peptíð sem stuðlar að aukningu í raka og styrkir stoðtrefjar húðarinnar.
Hreinsiolían er svo mikið meira en hreinsiolía. Prófanir hjá óháðum aðilum sýndu að með því að nota olíuna tvisvar á dag þá varð húðin þéttari, hreinni, og fallegri á litin. Margir hafa upplifað hvað húðin verður skemmtileg við komu, bæði mýkri og teygjanlegri.
Breytingar á húð sem tengjast árstíðabreytingum eru þekktar og hafa verið rannsakaðar. Þannig eykst raki í húð á sumrin en þegar kólnar þá tapar húðin vatni með uppgufun og rakinn í húðinni getur orðið allt of lár. Þetta er eðlilegt ferli þar sem vatn gufar upp frá húðinni og er mikilvægt fyrir hitastjórn líkamans. Hins vegar, ef húðin tapar of miklu vatni, getur hún orðið þurr og viðkvæm, sem leiðir til húðvandamála eins og sprungna eða hreistraðra svæða. Auk þess eiga sér stað fleiri breytingar og sem dæmi þá er húðin alment þykkari og þéttari á sumrin en á veturna.